Ísafjarðarbær tekur þátt í Gullkistunni

Ísafjarðarbær tekur þátt í menningar- og atvinnulífssýningunni Gullkistan Vestfirðir 2025, sem haldin verður í íþróttahúsinu á Torfnesi laugardaginn 6. september.

Gullkistan Vestfirðir er metnaðarfull og fjölbreytt sýning sem dregur fram það besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi og menningu. Markmið sýningarinnar er að sýna Vestfirði sem líflegt og framsækið svæði – svæði sem byggir á sterkum rótum og blómstrar með hugviti í átt að sjálfbærri og farsælli framtíð.

Bás Ísafjarðarbæjar er númer 31, og verður staðsettur um það bil fyrir miðju í íþróttasalnum. Þar verður hægt að fræðast um þá fjölbreyttu þjónustu sem sveitarfélagið veitir, snúa lukkuhjóli með spennandi vinningum og spjalla við starfsfólk og bæjarstjóra.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á Gullkistuna og kynnast þeim fjölbreyttu fyrirtækjum, stofnunum og félögum sem þar verða.