Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðisins á Flateyri

Tjaldsvæðið stendur við snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri. Svæðið er um 4700 m² að stærð og á því st…
Tjaldsvæðið stendur við snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri. Svæðið er um 4700 m² að stærð og á því stendur 5,8 m² þjónustuhús byggt árið 1999.

Ísafjarðarbær óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum til að sjá um tjaldsvæðið á Flateyri sumarið 2022.

Rekstaraðili skal annast allan rekstur og eftirlit með tjaldsvæði og gætir þess að umgengni sé jafnan til fyrirmyndar. Rekstraraðili sinnir gjaldtöku á tjaldsvæði og hefur af því tekjur, sinnir þrifum á húsnæði, umhirðu svæðisins, garðslætti og ýmissi þjónustu við gesti tjaldsvæðisins.

Lágmarks opnunartími tjaldsvæðis er fyrirhugaður frá 1. júní-1. september 2022.

Verðfyrirspurn verður afhent í tölvupósti, frá og með 10. maí 2022. Sendið tölvupóst á eythorgu@isafjordur.is til að óska eftir gögnum.

Tilboðin verða opnuð á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 20. maí 2022 klukkan 11:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.