Ísafjarðarbær auglýsir lausar lóðir til úthlutunar á Suðurtanga

Ísafjarðarbær auglýsir lausar 6 lóðir fyrir léttan iðnað; Æðartangi 6, 8, 10, 12, 14 og 16.

Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2020.

Hægt er að glöggva sig á staðsetningu lóðanna á uppdrætti með þeim sem nálgast má hér. Greinargerð má nálgast hér.

Nánari upplýsingar gefur Helga Þuríður Magnúsdóttir, helgathuridur@isafjordur.is, verkefnastjóri hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar.

Umsóknareyðublöðin má einnig nálgast á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsi Hafnarstræti 1, Ísafirði, 2. hæð.

 ______________

Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs