Íbúafundur í Hnífsdal 13. nóvember

Íbúafundur verður haldinn í Hnífsdal mánudaginn 13. nóvember til að kynna frumathugun vegna ofanflóðamannvirkja í sunnanverðum dalnum.

Fundurinn fer fram í barnaskólanum og hefst klukkan 17.

Dagskráin er einföld í sniðum. Sérfræðingar frá Verkís munu kynna vinnu sína við frumathugun á ofanflóðavörnum og fulltrúar Ofanflóðasjós og Ísafjarðarbæjar verða einnig á staðnum. Það verður hægt að spyrja og spjalla við sérfræðingana og fulltrúa bæjarins eftir því sem við á.