Íbúafundur á Flateyri – tillögur starfshóps að aðgerðum kynntar

Starfshópurinn ásamt bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.
Starfshópurinn ásamt bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.

Starfshópur sem skipaður var af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. janúar hefur sett fram tillögur um 15 aðgerðir sem allar geta haft jákvæða þýðingu fyrir framtíðarþróun samfélagsins á Flateyri.

Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar með starfshópnum þar sem tillögur að aðgerðum verða kynntar.

Fundurinn fer fram í Gunnukaffi (Félagsbæ) á Flateyri fimmtudaginn 5. mars og hefst klukkan 19:30.