Hvernig Flateyri? – Íbúaþing 3.-5. september

Íbúaþing undir yfirskriftinni „Hvernig Flateyri?“ verður haldið 3.-5. september í íþróttahúsinu á Flateyri. Upphaflega stóð til að halda þingið haustið 2020 en var frestað vegna hertra samkomutakmarkana.

Til umræðu á þinginu verður allt sem gæti aukið veg byggðarinnar við Önundarfjörð, bætt menningu, atvinnu- og mannlíf. Þemu fundarins verða ákveðin af fundargestum út frá eftirfarandi þáttum:

  • Verkefnum sem hlotið hafa styrk úr Þróunarsjóði Flateyrar.
  • Hugmyndavinnu Flateyringa sem fram fór á samráðsgáttinni Betra Ísland fyrr á þessu ári.
  • Öðrum hugmyndum sem kunna að koma fram á staðnum.

Dagskrá þingsins má skoða í heild sinni hér: Dagskrá íbúaþings

Íbúar, fjarbúar og aðrir sem bera hag byggðarinnar við Önundarfjörð fyrir brjósti eru hvattir til að mæta.

Gert er ráð fyrir að fólk geti mætt á hluta dagskrár sjái það sér ekki fært að taka þátt alla helgina.

Skráning:

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á Hjörleif Finnsson, verkefnastjóra á Flateyri, hjorleifur@isafjordur.is, eða hringja í síma 832 9191.

Viðburður á Facebook