Hundahreinsun 23. og 24. nóvember

Árleg hundahreinsun verður í áhaldahúsinu á Ísafirði kl. 16-18 miðvikudaginn og fimmtudaginn 23.-24. nóvember.

Engrar tímapöntunar er þörf, allir skráðir hundaeigendur geta mætt með hunda sína og fengið þá hreinsaða.

Hundahreinsun er innifalin í leyfisgjaldi til Ísafjarðarbæjar og er skorað á þau sem eiga eftir að ganga frá skráningu að gera það hið fyrsta.

Hundaeigendur sem hafa þegar látið hreinsa hunda sína geta sent staðfestingarskjal á hundahald@isafjordur.is

Hunda má skrá í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ