Hjúkrunarrýmum á Ísafirði fjölgað

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Hildur Elísabet Pétursdóttir, deildarstjó…
Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Hildur Elísabet Pétursdóttir, deildarstjóri á Eyri og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, þar sem fyrirhuguð viðbygging mun rísa.

Heilbrigðisráðherra hefur sett á áætlun framkvæmdir við uppbyggingu nýrrar álmu við hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði. Með þessari framkvæmd fjölgar hjúkrunarrýmum á Ísafirði um 10 og verður þörfum fyrir hjúkrunarrými þá mætt til fyrirsjáanlegrar framtíðar. 

Hjúkrunarheimilið Eyri opnaði um áramótin 2015-16 og leysti af hólmi öldrunardeildina á fjórðungssjúkrahúsinu. Á Eyri eru nú þrjár tíu rýma einingar en frá upphafi var ljóst að þörf yrði fyrir fjórðu eininguna. Var húsið því hannað með það í huga að rými væri fyrir viðbyggingu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá útlínur fyrirhugaðrar viðbyggingar við Eyri á Ísafirði.