Heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda framlengd

Bæjarstjórn samþykkti á 473. fundi sínum þann 18. mars að framlengja tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda. Heimildin gildir um nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í.

Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld. Ákvæðið gildir til 31. desember 2021. 

Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til Ísafjarðarbæjar og er það gert með því að senda póst á bygg@isafjordur.is. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni.