Heilsueflandi samfélag: Fyrirlestur um orkustjórnun

Kristjana Milla Snorradóttir, iðjuþjálfi og mannauðs- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, heldur fyrirlestur um orkustjórnun í danssal Grunnskólans á Ísafirði miðvikudaginn 4. mars. Orkustjórnun snýst um að temja sér aðferðir til að byggja upp, viðhalda og endurnýja orku til að bæta frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eigin heilsu og velferð.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00 og er öllum opinn.