Götusópun og fleiri vorverk á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri

Starfsmenn áhaldahússins hafa í dag sinnt ýmsum hefðbundnum vorverkum á Þingeyri. Meðal annars hafa holur verið fylltar, niðurföll hreinsuð og gangstéttir og götur sópaðar.

Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að nýr götusópur sem er sérstaklega fyrir gangstéttir hefur verið tekinn í notkun.

Fyrirhugað er að fara í sams konar vinnu á Flateyri í lok þessarar viku og á Suðureyri á mánudaginn.