Gámar fyrir garðaúrgang

Vorið og komið og rúmlega það og eru margir íbúar farnir að huga að tiltekt í görðum sínum. Settir hafa verið gámar undir garðaúrgang utan við hliðið á Funa, við félagsheimilið í Hnífsdal, við Klofning á Suðureyri, á Flateyrarhöfn og þar sem gámabíllinn stoppar venjulega á Þingeyri. Það er mjög mikilvægt að fólk setji ekkert annað en garðaúrgang í gámana.