Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu Eyrarskjóls

Klukkan 10 í fyrramálið (fimmtudag) verður tekin fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Eyrarskjól á Ísafirði. Stunguna taka Karl Sigurðsson frá Hnífsdal og fulltrúar fyrsta útskriftarárgangs Eyrarskjóls, en skólinn tók til starfa árið 1985.

Um er að ræða endurinnréttingu 110 fermetra núverandi húss og byggingu 187 fermetra viðbótar auk 70 fermetra tengigangs. Samkvæmt samningi skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 26. maí á næsta ári og hljóðar verksamningur upp á liðlega 225 milljónir króna.