Fundur með ráðherra

Bæjarstjóri Bolungarvíkur og formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar áttu fund með Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á miðvikudag. Umræðuefnið var byggðakvóti og fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Fundurinn var góður, en eins og flestir vita vinnur sveitarstjórnarfólk á svæðinu að því að hægt verði að byggja upp eldi í Ísafjarðardjúpi í sátt við náttúruna með hagsmuni svæðisins og landsins alls að leiðarljósi.