Fundað með ríkisstjórninni á Ísafirði

Mynd: Edinborgarhúsið
Mynd: Edinborgarhúsið

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands var haldinn á Ísafirði fimmtudaginn 1. september. Í tengslum við fundinn hitti ríkisstjórnin einnig fulltrúa Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum, Fjórðungssambands Vestfjarða og Vestfjarðastofu í Edinborgarhúsinu til að ræða atvinnumál- og nýsköpun, samgöngumál, fiskeldi, orkumál, fjárhagsstöðu sveitarfélaga og fleira.

Þetta er í fimmta sinn sem ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn utan Reykjavíkur en áður hefur stjórnin fundað á Langaholti í Snæfellsbæ, í Mývatnssveit, á Hellu og á Suðurnesjum.