Fræðslufundur Alzheimersamtakanna

Alzheimersamtökin halda fræðslufund í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 20. mars klukkan 17.00-18.30 fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur. Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslustjóri flytja erindi og svara spurningum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrr um daginn, eða milli klukkan 9 og 15, verður í samstarfi við Ísafjarðarbæ boðið upp á ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur hjá ráðgajfa samtakanna. Tímabókanir eru í síma 625-8626.