Flateyri: Íbúafundur um niðurstöðu frumathugunar vegna ofanflóðamannvirkja

Rafrænn íbúafundur verður haldinn kl. 17 mánudaginn 3. október, þar sem niðurstaða frumathugunar vegna ofanflóðamannvirkja ofan Flateyrar verður kynnt. 

Frumhönnun endurbættra varna á Flateyri var kynnt á fundi í júlí. Þar var óskað eftir því að tekið yrði til skoðunar hvort unnt væri að sleppa leiðigarði ofan hafnar með því að breyta leiðigarðinum undan Skollahvilft. Niðurstöður þeirrar skoðunar verða kynntar á fundinum. Einnig verður kynnt tillaga að útfærslu varna (leiðigarðs ofan Sólbakka).

Fundurinn fer fram á Teams en verkefnastjóri á Flateyri verður með opið hús í Skúrinni þar sem fólk getur komið og fylgst með fundinum af stórum skjá.

Tengjast fundi