Fasteignagjöld 2019

Greiðendur fasteignagjalda athugið.
Allar upplýsingar um álagningu fasteignagjalda og greiðslufyrirkomulag má fá á vef Ísafjarðarbæjar undir „gjaldskrár“ eða á slóðinni https://www.isafjordur.is/static/files/Gjaldskrar/2019/fasteignagjold-samantekt.pdf
Greiðendur geta flett álagningarseðlum upp á vefsíðunni www.island.is eða með því að smella á hnappinn „Bæjardyr – reikningar“ á forsíðu heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Fasteignamat hækkaði um 12,7% á milli ára hjá Ísafjarðarbæ samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Ef fasteignamat íbúðarhúsnæðis er skoðað eftir byggðarkjörnum þá hækkaði það að jafnaði um 18,2% í eldri byggð á Ísafirði, um 13% í nýrri byggð, 6,5% í Hnífsdal, 19,1% á Suðureyri, 20,8% á Flateyri og 24,6% á Þingeyri.