Engin útnefning bæjarlistamanns 2023

Ekkert verður af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar árið 2023 þar sem listamaðurinn sem hlaut titilinn hefur afþakkað hann.

Á 169. fundi menningarmálanefndar sem haldinn var 18. september 2023 tók menningarmálanefnd ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns 2023, út frá tilnefningum sem bárust frá bæjarbúum. Haft var samband við viðkomandi listamann í kjölfarið til að tilkynna um ákvörðun nefndarinnar. Ráðgert var að útnefning færi fram með viðhöfn á Veturnóttum í lok október en skömmu áður en að því kom lét listamaðurinn vita að hann vildi afþakka útnefninguna.

Menningarmálanefnd tók þá ákvörðun um að ekkert yrði af útnefningu þetta árið og samþykkti á 170. fundi sínum þann 13. nóvember að óska eftir því við bæjarstjórn að áætlaðir fjármunir vegna verðlaunafjár bæjarlistamanns 2023, að fjárhæð kr. 200.000, verði nýttir til frekari jólaskreytinga í sveitarfélaginu, í stað þess að falla niður.