Endurskipan í ráðum og nefndum Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn samþykkti á 554. fundi sínum þann 5. júní tillögur forseta bæjarstjórnar um breytingar á skipan fulltrúa í bæjarstjórn, bæjarráði, skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis og framkvæmdanefnd.
Steinunn G. Einarsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar, í stað Magnúsar Einars Magnússonar, sem var kjörinn varaforseti. Þá var Kristján Þór Kristjánsson kjörinn annar varaforseti.
Kosið var um þrjá aðalfulltrúa og þrjá varafulltrúa í bæjarráð til eins árs, venju samkvæmt. Aðalfulltrúar verða Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson og Jóhann Birkir Helgason. Varafulltrúar verða Nanný Arna Guðmundsdóttir, Elísabet Samúelsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir. Gylfi Ólafsson verður formaður bæjarráðs og Kristján Þór Kristjánsson varaformaður.
Jóhann Bæring Gunnarsson tekur sæti sem aðalfulltrúi B-lista Framsóknarflokks í skipulags- og mannvirkjanefnd, í stað Jónu Símoníu Bjarnadóttur sem var fulltrúi Í-lista. Þá verður Gauti Geirsson varamaður B-lista í stað Vals Richters, Í-lista.
Þorvaldur Óli Ragnarsson tekur sæti sem aðalfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og framkvæmdanefnd, í stað Þorbjörns Jóhannessonar, Í-lista. Dagný Finnbjörnsdóttir verður varamaður D-lista í stað Chaterine Chambers, Í-lista. Valur Richter tekur jafnframt við sem varaformaður nefndarinnar í stað Þorbjörns Jóhannessonar.