Endurgjaldslausar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum

Bæjarstjórn samþykkti á 474. fundi sínum þann 15. apríl að fela fræðslunefnd, ásamt sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, að útfæra tillögu um ókeypis tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Ísafjarðarbæ. Málið var sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista. Stefnt skal að því að tíðavörur verði í boði án endurgjalds í öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum Ísafjarðarbæjar strax haustið 2021.