Dagbók bæjarstjóra 2025: Vika 29

Dagbók bæjarstjóra dagana 21.-27. júlí 2025, í 29. viku í starfi.

Sumarfrí!

Já ég tók mér það bessaleyfi að taka tveggja vikna sumarfrí. Fyrri vikan var sú sem er nýliðin. Við brunuðum suður á land og nutum samveru með gönguvinum. Við gengum til dæmis inn að Háafossi, Rauðufossum og Auganu, böðuðum í sundlaugum og baðlónum, borðuðum góðan mat og vorum með bækistöð á Hestakránni.

Gönguhópur á veitingastað.
Gönguvinahópurinn

Háifoss.
Háifoss.

Nestisbox með flatkökum og reyktum rauðmaga. Skyrskvísur, harðfiskur og kaffi er líka á mynd.
Klassískt nesti hjá undirritaðri.

Nú sitjum við Dúi á enn suðlægari slóðum, söfnum inn á D-vítamíntankinn og slökum inn á milli hlaupaæfinga.

Sigga og Dúi við skútuhöfn á Spáni.
Í heimabænum okkar á Spáni.