COVID-19: Opið fyrir umsóknir um frestun greiðslu fasteignaskatta

Í aðgerðaráætlun Ísafjarðarbæjar vegna heimsfaraldurs COVID-19 er samþykkt að bjóða frest á gjalddögum fasteignagjalda ársins 2020 sem verða 15. apríl og síðar vegna atvinnuhúsnæðis.

Hægt er að sækja um í gegnum mínar síður í rafrænum Ísafjarðarbæ, en eyðublaðið má finna í flokknum „Ýmislegt“. Einnig er hægt að fylla út þar til gert eyðublað og senda á innheimta@isafjordur.is. Athugið að sækja þarf um í síðasta lagi 10 dögum fyrir eindaga.

Til að umsókn sé afgreidd þarf jafnframt að skila staðfestingu á því að launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir. Vottorð frá skattinum fyrir þeirri niðurstöðu þarf því að fylgja umsókn, en þau er hægt að nálgast á island.is.