COVID-19: Lokun vallarsvæðis á Torfnesi

Sóttvarnarlæknir og lögreglan leggja til við Ísafjarðarbæ að loka aðgangi að vallarsvæði á Torfnesi á meðan samkomubann ríkir. Því miður hefur borið á því að of margir, bæði börn og fullorðnir, sem ekki eru í sömu fjölskyldu hafa verið á vellinum undanfarna daga og ekki virt tveggja metra regluna. Það er erfitt að standast veðrið og hreyfinguna en við verðum sem samfélag að halda úti dagana sem eftir eru af samkomubanninu sem gildir á norðanverðum Vestfjörðum.

Ákvörðun verður endurskoðuð í samræmi við ákvörðun almannavarna þann 26. apríl 2020. Aðstæðurnar reyna á alla og erfitt er að halda hressum börnum (og fullorðnum) frá vellinum en við verðum að standa saman og virða tilmæli almannavarna um fimm manna regluna og halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni.

Biðjum við alla um að leggjast á eitt og virða þessi tilmæli, bæði börn og fullorðna.