COVID-19: Lokun allra skíðalyfta

Því miður tilkynnist það hér með að allar skíðalyftur og brekkur frá þeim loka frá og með deginum í dag. Lokunin mun vara á meðan á samkomubanni stendur. 

Áfram eru skíðagöngubrautir opnar en með tilmælum um að ekki sé neitt hópastarf eða fólk að safnast saman á svæðunum heldur eingöngu til einstaklingsbundinna æfinga þar sem reglan um tveggja metra návígi er virt.

Nánari upplýsingar má finna á vef skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.