COVID-19: Fréttir af skóla- og tómstundasviði 19. mars

Eins og fram hefur komið breytist skipulag dag frá degi og fjölmargar ákvarðanir þarf að taka á degi hverjum. Ein af okkar ákvörðunum sem tekin var í dag var að loka íþróttahúsum sveitarfelagsins alveg til og með mánudeginum 23. mars. Staðan verður tekin aftur um frekari opnunartíma sama dag.

Leik- og grunnskólar gengu vel í dag og nýtt skipulag gekk að mestu upp. Unnið er að útfærslu fyrir forgangsnemendur okkar til þess að koma til móts við skerta þjónustu. Forstöðumenn senda frekari upplýsingar til foreldra þeirra barna sem heyra undir forgang.

Dægradvöl gengur áfram vel og nemendur virðast sætta sig vel við nýja skipulagið.

Félagsmiðstöðvar verða lokaðar fram á mánudag en þá verður staðan endurskoðuð. Loka þurfti þar sem starfsmenn voru á milli starfsstöðva og fer það gegn tilmælum yfirvalda. Unnið er að endurskipulagi.

Sundlaugar eru áfram opnar fyrir almenning og gildir hið sama um skíðasvæðin.

Ég vil þakka starfsfólki okkar hjá Ísafjarðarbæ sem er að vinna kraftaverk í erfiðum og flóknum aðstæðum. Einnig þakka ég foreldrum kærlega fyrir samvinnuna og skilninginn. Saman getum við allt.

Stefanía Ásmundsdóttir
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs