COVID-19: Frekari takmarkanir á þjónustu velferðarsviðs

Eins og fram hefur komið fer velferðarsvið Ísafjarðar með þjónustu við fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða er með undirliggjandi sjúkdóma og þegar hefur verið gripið til aðgerða til að draga úr mögulegri smithættu með því að takmarka þjónustu við viðkvæma hópa. Frekari aðgerðir sem fara þarf í eru eftirfarandi:

  • Félagsstarf eldri borgara á Ísafirði, Suðureyri og Flateyri verður lokað frá og með 26. mars.
  • Takmarkanir eru á starfi dagdeildar aldraðra á Ísafirði sem kynntar hafa verið notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra.
  • Takmarkanir eru á starfi í hæfingarstöðinni Hvestu á Ísafirði sem kynntar hafa verið notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra.

Minnt er á stuðningsþjónustu við eldri borgara. Þeir sem hafa þörf á aðstoð við matarinnkaup eru beðnir um að hafa samband við Hafdísi Gunnarsdóttur í síma 450 8000 eða á netfangið hafdisgu@isafjordur.is.