COVID-19: Afgreiðslutími á bæjarskrifstofum takmarkaður

Ísafjarðarbær hefur gripið til nokkurra ráðstafana til að bregðast við COVID-19 faraldrinum. Á skrifstofum sveitarfélagsins snúa aðgerðirnar m.a. að því að stytta afgreiðslutíma til að tryggja öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir röskun á þessum hluta starfsemi sveitarfélagsins.

Frá og með mánudeginum 16. mars verður afgreiðslutíminn á skrifstofum velferðarsviðs, stjórnsýslu- og fjármálasviðs og umhverfis- og eignasviðs styttur og eingöngu opið frá kl. 13-14. Þetta gildir þar til annað verður gefið út.

Viðskiptavinum sveitarfélagsins er bent á á að hafa samband í gegnum síma 450 8000 eða tölvupóst, postur@isafjordur.is. Minnt er á að hægt er að senda inn algengustu umsóknir er varða þjónustu bæjarins á minarsidur.isafjordur.is.