Bryndís Ósk Jónsdóttir ráðin sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bryndís Ósk Jónsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mun hún hefja störf á næstu dögum. Sviðsstjóri er staðgengill bæjarstjóra og gegnir skyldum bæjarritara.

Bryndís er með meistaragráðu í lögfræði, B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði, lögmannsréttindi (hdl) og diploma í opinberri stjórnsýslu, auk þess að hafa lokið námskeiðum í jafnlaunavottun og verkefnastjórnun.

Bryndís hefur meðal annars starfað sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og síðar sem aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Vestfjörðum á sviði löggæslu, saksóknar og stjórnun rannsókna.

Við bjóðum Bryndísi hjartanlega velkomna til starfa.