Bæjarstjórn staðfestir siðareglur kjörinna fulltrúa

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfesti uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ á 497. fundi sínum þann 1. september síðastliðinn.

Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, ber sveitarstjórnum að setja sér siðareglur sem ná til allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar.

Samkvæmt lögunum skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi siðareglur sveitarfélagsins og tilkynna ráðuneyti um niðurstöðu sína

Siðareglurnar sem samþykktar voru af bæjarstjórn eru að nær öllu leyti óbreyttar frá siðareglum sem samþykktar voru 2015, að því undanskildu að texti í 5. grein hefur verið uppfærður í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög.

Siðareglurnar verða nú lagðar fram í öllum nefndum sveitarfélagsins.

Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022