Bæjarstjóri í viðtali við Reuters um vaxandi ferðamennsku á norðurslóðum
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, var tekin tali í umfjöllun Reuters um vaxandi ferðamennsku á norðurslóðum og áskoranir í sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar.
Greinin fjallar fyrst og fremst um möguleika á fjölgun ferðamanna á Grænlandi með bættum flugsamgöngum og þær breytingar og efnahagslegu áhrif sem það gæti haft í för með sér. Einnig er fjallað um efnahagslegan ávinning og umhverfisáhrif komu skemmtiferðaskipa á norðurslóðir. Þá er farið yfir fjölgun ferðamanna á Íslandi eftir efnhagshrunið árið 2008 sem og áhrif mikillar aukningar komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar á efnahags- og atvinnulíf á svæðinu. Sigríður Júlía lýsir því í greininni hvernig nýtt innviðagjald hafi leitt til fækkunar bókana, sem gæti haft mikil áhrif á samfélagið.
Umfjöllun Reuters í heild sinni:
To the ends of the Earth: The Arctic’s battle for sustainable tourism