Bæjarráð: Tillögu um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju fagnað

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók á 1189. fundi sínum, mánudaginn 28. febrúar, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju. Meðal annars er lagt til að Alþingi álykti „að fela innviðaráðherra að láta kaupa nýja ferju sem verði notuð í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði.“ Ferjunni er ætlað að uppfylla nútímakröfur um öryggi og þægindi í farþegaflutningum og geta sinnt vöruflutningum fyrir atvinnulíf og íbúa á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Þá er einnig lagt til að kannaðir verði möguleikar á að ferjan verði knúin með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Umsögn bæjarráðs er sem hér segir:

Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju og hvetur innviðaráðherra að láta kaupa nýja ferju sem verði notuð í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði.