Auglýst eftir tilnefningum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2022, Dagur Benediktsson, með móður sinni, Stellu Hjaltadóttur, se…
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2022, Dagur Benediktsson, með móður sinni, Stellu Hjaltadóttur, sem var íþróttamaður Ísafjarðar 1982.

Samkvæmt nýjum reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar gefst íbúum sveitarfélagsins kostur á að senda inn tilnefningar. Því auglýsir Ísafjarðarbær nú eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2023. Opið er fyrir tilnefningar til og með 1. desember. Allar tillögur skulu rökstuddar og tilnefndir íþróttamenn skulu keppa fyrir hönd íþróttafélags í sveitarfélaginu og hafa náð 18 ára aldri á keppnisárinu.

Tilnefningar eru sendar inn í gegnum tilnefningarform.