Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi: Jarðhitanýting við Laugar í Súgandafirði

Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020

Jarðhitanýting við Laugar í Súgandafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 7. apríl 2022 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að landbúnaðarsvæði í landi Lauga í Súgandafirði, breytist í iðnaðarsvæði vegna borteigs og dæluhúss Orkubús Vestfjarða. Ísafjarðarbær er landeigandi svæðis undir fyrirhuguð mannvirki. Greinargerð með rökstuðningi er á skipulagsuppdrætti í mkv. 1:50.000 dags. 31. mars 2022.

Skipulagsuppdráttur

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, skipulag@isafjordur.is.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar