Auglýsing um nýtt deiliskipulag: Selakirkjuból

Ísafjarðarbær auglýsir tillögu um nýtt deiliskipulag á Selakirkjubóli í Önundarfirði.

Tillagan tekur til jarðanna Selakirkjuból 1 (L141048), Ból (L228016) og Ból 2 (L232699), sami eigandi er að þeim öllum. Þessar jarðir hafa verið í eyði í allmarga áratugi en reist hefur verið eitt frístundarhús á Bóli. Fyrirhugað er að breyta frístundarhúsinu í íbúðarhús með heilsársbúsetu. Einnig er gert ráð fyrir tveimur frístundahúsum ásamt gestahúsi/geymslu og 2-4 landbúnaðarbyggingum ásamt vélageymslum/ verkstæðum.

Markmið landeiganda með deiliskipulaginu er að skipuleggja framtíðaruppbyggingu á jörðinni þannig að þar verði möguleiki á heilsársbúsetu og léttum landbúnaði.

Samkvæmt skipulagsákvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, má byggja 3 frístundahús ef aðstæður leyfa, á hverri jörð.

Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, Ísafirði og rafrænt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, frá 20. október 2023 til og með 7. desember 2023.

Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í Skipulagsgáttina eða senda skriflega til Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, b.t. skipulagsfulltrúa eða á skipulag@isafjordur.is .

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar