Auglýsing um deiliskipulagstillögu í landi Hóls í Önundarfirði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. júlí 2022, að heimila auglýsingu á deilskipulagstillögu Hóls í Firði, Önundarfirði, þar sem gert er ráð fyrir fimm frístundahúsum, með vísan til 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er tillagan í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Fylgigögn eru deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð frá 23. júní 2022.

Uppdráttur og greinargerð

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, eða með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is í síðasta lagi 8. október 2022.

f.h. skipulagsfulltrúa,

Helga Þuríður Magnúsdóttir

verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði