Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar

Líklegt svæði fyrir nýtingu jarðhita samkvæmt athugunum Íslenskra orkurannsókna fyrir Orkubú Vestfja…
Líklegt svæði fyrir nýtingu jarðhita samkvæmt athugunum Íslenskra orkurannsókna fyrir Orkubú Vestfjarða. Mynd úr greinargerð.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, samþykkti þann 6. mars 2025 að auglýsa tillögu að breytingum á deiliskipulagi Seljalandshverfis vegna nýtingar jarðhitavatns samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, uppdráttur með greinargerð í mvk. 1:1000/A0, unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. 9. desember 2025.

Markmið skipulagsbreytingarinnar er að heimila nýtingu jarðhitavatns og frekari jarðhitaleit ásamt nauðsynlegum innviðum vegna nýtingar jarðhitans. Markmið breytingarinnar er einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vandað verði til umhverfisfrágangs. Byggingarmagn íbúðarhúsa minnkar frá gildandi skipulagi en í skipulaginu er gert ráð fyrir að mögulegt verði að nýta hluta svæðisins ofan Skógarbrautar fyrir íbúðarbyggð að lokinni jarðhitaleit.

Deiliskipulagstillagan á uppdrætti, með greinargerð, er í birtingu á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 15/2025, frá og með 28. maí 2025 til 14. júlí 2025.

Deiliskipulagstillagan er einnig aðgengileg með forsendum breytinga og umhverfismati, á bæjarskrifstofum og hér fyrir neðan.

Skipulagsuppdráttur og greinargerð

Hægt er að skila athugasemdum við aðalskipulagstillögu, rafrænt um skipulagsgáttina eða beint til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til og með 14. júlí 2025, þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar