Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2024: 1.174 milljóna króna rekstrarafgangur

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur í bæjarstjórn þann 15. maí.

„Reikningurinn sýnir mjög sterka stöðu sveitarfélagsins og fjárhagslegu markmiðin sem sett voru í upphafi kjörtímabilsins hafa nær öll náðst,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri.

„Rekstrarafgangur A- og B-hluta var samtals um 1.174 milljónir króna, og skuldahlutfall heldur áfram að lækka. Þetta er þrátt fyrir lækkun á fasteignasköttum og gjaldskrám. Eignasala og markviss skuldaniðurgreiðsla skila árangri. Hafnir Ísafjarðarbæjar skiluðu einnig myndarlegum afgangi, sem styður við áframhaldandi uppbyggingu og samfélagsverkefni.“

Árið 2024 var framkvæmt og fjárfest fyrir tæpan milljarð króna. Umfangsmestu fjárfestingarnar voru gatnagerð, hafnarframkvæmdir, umbætur í fráveitu og vatnsveitu og í snjóflóðavörnum á Flateyri.

Að sögn Sigríðar endurspeglar ársreikningurinn ábyrga fjármálastjórn og samstillt átak starfsfólks og kjörinna fulltrúa. „Sveitarfélagið stendur á sterkum fótum og það er ástæða til að horfa með björtum augum til framtíðar, þar sem áframhaldandi áhersla verður lögð á góða þjónustu og uppbyggingu.“


Lykiltölur og fjárhagsleg markmið

  Rauntölur Áætlun Markmið
Rekstur og framlegð A-hluta
Rekstrarjöfnuður þriggja ára 215 m.kr. -84 m.kr. >0
Framlegð 13,40% 9,70% >7,5%
Veltufé frá rekstri 14,20% 11,30% >8,5%
Rekstur og framlegð A- og B-hluta
Rekstrarjöfnuður þriggja ára 1.183 m.kr. 838 m.kr. >0 (EFS)
Framlegð 21,10% 17,90% 1/10 (EFS)
Veltufé frá rekstri 19,50% 17,60% >7,5% (EFS)
Fjárfestingar
Hámark fjárfestingahreyfingar A-hluta 413 m.kr. 477 m.kr. 300 m.kr.
Sala eigna í A- og B- hluta að frádregnum áhvílandi lánum 237 m.kr. 100 m.kr. 100 m.kr.
B-hluti: Sjálfbær starfsemi án framlaga
Hafnarsjóður 475 m.kr. 463 m.kr. >0
Vatnsveita 0 m.kr. -17 m.kr. >0
Þjónustuíbúðir 17 m.kr. 9 m.kr. >0
Eyri -28 m.kr. -11 m.kr. >0
Fasteignir Ísafjarðarbæjar 173 m.kr. 63 m.kr. >0
Fráveita 41 m.kr. 40 m.kr. >0
Funi 10 m.kr. 3 m.kr. >0
Byggðasafn Vestfjarða -32 m.kr. -28 m.kr. >0
Efnahagur
Skuldahlutfall A-hluti 108,00% 105,00% <125%
Skuldaviðmið A-hluti 68,00% 71,00% <90%
Handbært fé A-hluti 619 m.kr. 494 m.kr. >100 m.kr.
Veltufjárhlutfall A-hluti 0,74 0,58 >0,6
Afborganir í hlutfalli við framlegð hjá A-hluta   1,30 <0,9
Efnahagur A- og B-hluta
Skuldahlutfall A- og B-hluti 112,00% 115,00% <125%
Skuldaviðmið A- og B-hluti 67,00% 71,00% <90%
Veltufjárhlutfall A- og B-hluti 1,23 0,99 >0,8