Aftur óskað eftir hugmyndum vegna reksturs líkamsræktar á Ísafirði

Þann 1. ágúst 2020 hættir Ísafjarðarbær rekstri á Studio Dan á Ísafirði. Möguleiki er á stuðningi frá bænum til áhugasamra rekstraraðila líkamsræktar á Ísafirði og eru þeir hvattir til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.