Aflýst á Flateyri/Þingeyri leggnum

Strætisvagn á leið frá Ísafirði til Flateyrar og Þingeyrar þurfti frá að hverfa vegna veðurs rétt í þessu og þar sem veðrið á síst að fara batnandi á næstu klukkutímum hefur öllum ferðum á þessum legg verið aflýst í dag, miðvikudag. Eins og stendur eru ferðir á milli Ísafjarðar og Suðureyrar á áætlun, en fólk er beðið um að fylgjast með talhólfinu 878-1012 þar sem nýjustu upplýsingar um stöðu mála er að finna.