Nýr ærslabelgur væntanlegur

Ekki hefur gengið nægilega vel að gera við ærslabelginn á Eyrartúni þar sem dúkurinn er illa farinn. Áfram verður þó reynt að bæta rifuna. Búið er að ganga frá kaupum á nýjum belg sem verður settur upp um leið og hann kemur til landsins. 

Við þökkum skilninginn og hlökkum til að hoppa á nýja belgnum.