564. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 564. fundar fimmtudaginn 15. janúar kl. 17. Fundurinn fer fram í fundarsal Vestfjarðastofu, Vestrahúsinu á Ísafirði, og er öllum opinn.
Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2025-2026 - 2025120183
Tillaga frá 1354. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 8. janúar 2025, um að bæjarstjórn samþykki framlagða tillögu að sérreglum um byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026.
2. Erindisbréf - Notendaráð fatlaðs fólks á Vestfjörðum - Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2025030128
Tillaga frá 12. fundi framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, sem haldinn var 12. desember 2026, um að bæjarstjórn samþykk i erindisbréf notendaráðs fatlaðra á Vestfjörðum.
3. Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Á 561. fundi bæjarstjórnar, þann 20. nóvember 2025, var samþykkt gjaldskrá velferðarsviðs, en villa var í gögnum málsins.
Leggur forseti nú fram tillögu um samþykkt uppfærðrar gjaldskrár velferðarsviðs, þar sem tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja 2026 hafa verið hækkuð í samræmi við samþykkta tillögu velferðarnefndar á 493. fundi sínum þann 2. október 2025.
Fundargerðir til kynningar
4. Bæjarráð - 1353 - 2512022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1353. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. desember 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
5. Bæjarráð - 1354 - 2601003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1354. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 8. janúar 2026.
Fundargerðin er í 3 liðum.
6. Hafnarstjórn - 266 - 2512016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 266. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 17. desember 2025.
Fundargerðin er í 5 liðum.
7. Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 10 - 2512020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn þann 22. desember 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
8. Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði - 1 - 2512014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar nefndar um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 17. desember 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
9. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 665 - 2601002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 665. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. janúar 2026.
Fundargerðin er í 7 liðum.
10. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 35 - 2512009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 17. desember 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.