559. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 559. fundar fimmtudaginn 16. október kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Gjaldskrár 2026 - félagslegt húsnæði - 2025050026
Tillaga frá 1343. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrá um félagslegt húsnæði, svo og þær tillögur sem fram koma í minnisblaði um verklag við breytingu gjaldskrár.
Lagt er til að almenn hækkun á leiguverði félagslegar íbúða verði 20% og verð per m2 fari úr 1767 kr. í 2120 kr. per m2 miðað við vísitölu 1. október 2025 sem þá er 657,6 og taki hún svo vísitöluhækkun frá þeim tíma.
Ekki er lögð til nein breyting á leiguverði þjónustuíbúða aldraðra önnur en almenn vísitöluhækkun samkvæmt samningum.
Lagt er til að farið verði að 37. gr. húsaleigulaga nr. 36 frá 1994 þar sem segir að þegar meira en 12 mánuðir séu liðnir frá gildistöku leigusamnings getur leigusali farið fram á hækkun leigufjárhæðar.
Þessi vinna þarf að vera gerð í mikilli samvinnu velferðarsviðs og Fasteigna Ísafjarðarbæjar.
Samhliða framkvæmi velferðarsvið félagslegt mat á aðstæðum leigjenda skv. reglum Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði. Þeim yrði sagt upp sem ekki uppfylla skilyrði reglnanna.
2. Gjaldskrár 2026 - velferðarsvið og tekjutenging fasteignagjalda - 2025050026
Tillaga frá 493. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 2. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrá velferðarsviðs 2026, og að farið verði að tillögu B um afslátt af fasteignagjöldum aldraðra og öryrkja 2026, en uppfærðar reglur um verði lagðar fram til samþykktar á næsta fundi.
3. Endurskoðun reglna um heimaþjónustu - 2023020071
Tillaga frá 493. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 2. október 2025, um að bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglum um heimaþjónustu, en um er að ræða breytingar á upphæðum í reglum um stuðningsþjónustu Ísafjarðarbæjar og að þær verði eftirleiðis birtar í gjaldskrá velferðarsviðs.
4. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2024 - endurskoðun á tekjuviðmiðum - 2024100024
Tillaga frá 493. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 2. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, en um er að ræða endurskoðun á tekjuviðmiðum fyrir 2026.
5. Skilmálar vegna úthlutunar styrkja til menningarmála - 2025100025
Tillaga frá 178. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 8. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála og samþykkir tillögur sviðsstjóra samkvæmt minnisblaði um einföldum verklags vegna stjórnsýslu menningarstyrkja.
6. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144
Tillaga frá 1341. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 29. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og viðauka nr. 3-12, með þeim breytingum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra, og hafa nú verið færðar inn í framlögð skjöl.
7. Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021
Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Ísafjarðarbær fjárfesti í moltustöð og komi sér upp húsnæði og sjái sjálft um daglegan rekstur. Gera þarf ráð fyrir fjárfestingu í framkvæmdaáætlun.
Og jafnframt að bæjarstjórn veiti umhverfis- og eignasviði heimild til að auglýsa útboð á sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli framangreindra útboðsdraga og óbreytts fyrirkomulags þjónustunnar.
Málið var jafnframt tekið fyrir á 1342. fundi bæjarráðs, þann 6. október 2025, þar sem bæjarráð tók undir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Á 558. fundi bæjarstjórnar, þann 30. september 2025, var málið tekið fyrir en afgreiðslu frestað.
8. Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047
Tillaga frá 178. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 8. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins til næstu 3 ára, en núgildandi samningur rennur út í lok árs 2025. Þá leggur nefndin til að fjárhæð samningsins hækki úr kr. 1.750.000 í kr. 2.000.000 árlega.
9. Björgunarbátasjóður - endurnýjun á björgunarskipi á Ísafirði - 2025050183
Tillaga frá 264. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var 1. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki samning um afnot af björgunarskipinu Gísla Jóns sem varalóðs, en samningurinn gildir til ársins 2029, og greiðsla pr. ár er kr. 5.000.000.
10. Þjónustusamningur Björgunarsveitin Tindar - 2025090185
Tillaga frá 1342. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 6. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjan þjónustusamning við Björgunarsveitina Tinda í Hnífsdal til 5 ára.
11. Skíðheimar Seljalandsdal - fasteignagjöld 2026-2030 - 2025090062
Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun samnings til 5 ára og að forsenda samnings sé ekki bundin við uppbyggingu sögusýningar Skíðafélags Ísfirðinga, heldur megi sjá fyrir sér notkun hússins í tengslum við íþrótta- og tómstundastarfsemi, s.s. skotíþróttir, mótorkross og fjallahjólreiðar.
12. Starfsendurhæfing Vestfjarða 2025 - 2025080089
Tillaga frá 493. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 2. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki samning við Starfsendurhæfingu Vestfjarða, en um er að ræða tilraunverkefni til eins árs, í formi mánaðarlegs fjárframlags sem nýtist til virkniúrræða sem efla vinnufærni einstaklinga. Kostnaður vegna úrræðisins getur að hámarki orðið kr. 7.200.000 á samningstímanum.
13. Farsældarráð Vestfjarða - 2025090182
Tillaga frá 1343. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. október 2025, um að bæjarstjórn samþykki framlagðar tillögur að samningi, skipuriti og starfsreglum farsældarráðs Vestfjarða.
Fundargerðir til kynningar
14. Bæjarráð - 1342 - 2510002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1342. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 6. október 2025.
Fundargerðin er í 7 liðum.
15. Bæjarráð - 1343 - 2510010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1343. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. október 2025.
Fundargerðin er í 18 liðum.
16. Hafnarstjórn - 264 - 2509024F
Lögð fram til kynningar fundargerð 264. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 1. október 2025.
Fundargerðin er í 7 liðum.
17. Menningarmálanefnd - 178 - 2510005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 8. október 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.
18. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 660 - 2510003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 660. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. október 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
19. Velferðarnefnd - 493 - 2509010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 493. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 2. október 2025.
Fundargerðin er í 8 liðum.