556. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn kemur saman til 556. fundar fimmtudaginn 4. september kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar

Dagskrá

Almenn mál

1. Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Tillaga frá 28. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjan samning við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls, en samningurinn gildir frá 1. janúar 2025.

2. Öryggis- og umgengnisreglur á sundstöðum Ísafjarðarbæjar - 2025070073

Tillaga frá 28. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki öryggis- og umgengnisreglur á sundstöðum Ísafjarðarbæjar.

3. Hitaveitulögn frá Skógarbraut að Skeiði. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2025080099

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012, fyrir hitaveitulögn frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubúsins við Skeiði 5 á Ísafirði í samræmi við umsókn dags. 19. ágúst 2025, teikningu af lagnaleið dagsett 26. ágúst 2025 og afstöðumyndum/sniðmyndum, unnið af EFLU í júlí 2025.

4. Breyting á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar - 2024120120

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita, í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, uppdráttur með greinargerð, unninn af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð, tekið var tillit til athugasemda Náttúruminjastofnunar í vinnslutillögu.

5. Holt 2 í Önundarfirði. Stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2025080057

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhúsið Holt 2 innan Holtsjarðar í Önundarfirði í samræmi við merkjalýsingu dags. 28. maí 2025.

6. Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi - 2024060076

Tillaga frá 657. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi á Ísafirði, í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, greinargerð og uppdrátt unnin af Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.

7. Afsal félagsheimilisins á Flateyri og rekstar- og styrktarsamningur - 2025080149

Tillaga frá 1337, fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki rekstrarsamning við Hollvinasamtök Samkomuhússins vegna félagsheimilisins á Flateyri, með einskiptis styrk á árinu 2026 vegna endurbóta.

Jafnframt tillaga um að samþykkja afsal hússins til Hollvinasamtaka Samkomuhússins.

8. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006

Tillaga frá 1337. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna sölu félagsheimilisins á Flateyri til Hollvinasamtaka Samkomuhússins.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.

9. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006

Tillaga frá 1377. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 1. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Hjallastefnuna vegna Eyrarskjóls.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.

Fundargerðir til kynningar

10. Bæjarráð - 1337 - 2508024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1337. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. september 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.

11. Bæjarráð - 1330 - 2506023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1330. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 23. júní 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.

12. Bæjarráð - 1331 - 2506032F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1331. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 30. júní 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.

13. Bæjarráð - 1332 - 2507006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1332. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 7. júlí 2025.

Fundargerðin er í 19 liðum.

14. Bæjarráð - 1333 - 2507011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1333. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 14. júlí 2025.

Fundargerðin er í 5 liðum.

15. Bæjarráð - 1334 - 2508004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1334. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 11. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 11 liðum.

16. Bæjarráð - 1335 - 2508010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1335. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 18. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 22 liðum.

17. Bæjarráð - 1336 - 2508017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1336. fundar bæjarráð, en fundur var haldinn 25. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 13 liðum.

18. Hafnarstjórn - 263 - 2508016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 263. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 26. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.

19. Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 6 - 2508022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 29. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 1 lið.

20. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 - 2508011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 657. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 17 liðum.

21. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 28 - 2508018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 5 liðum.