523. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 523. fundar fimmtudaginn 16. nóvember

Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Samþykkt um fráveitu - breytingar 2023 - 2023100136
Tillaga frá 139. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 8. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ.

2. Hafnarbakki 1 og Túngata 5, Flateyri. Ósk um sameiningu lóða - 2023100111
Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarhafa að Hafnarbakka 1 og Túngötu 5 á Flateyri, Guðfinnu Hinriksdóttur, að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð vegna sameiningu lóðanna.

3. Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri. Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2023110021
Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu, enda breyting óveruleg.

4. Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001
Tillaga frá 619. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki stækkun lóðar við Hlíðarveg 15, L138371, á Ísafirði, miðað við grenndarkynntun uppdrátt, dag. 29. janúar 2019.

5. Act Alone - endurnýjun samnings 2021 - 2021030095
Tillaga frá 170. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun þriggja ára samnings við Act Alone um styrk til að halda einleikshátíðina á árunum 2024-2026.

6. Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins - 2019060036
Tillaga frá 170. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki framlengingu samkomulags um afnot af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri, og að samkomulagið verði hluti af samstarfssamningi við Kómedíuleikhúsið, sem gildir út árið 2025.

7. Jólaskreytingar í Ísafjarðarbæ - 2022110137
Tillaga frá 170. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023, um að bæjarstjórn samþykki að nota fjármuni að fjárhæð kr. 200.000 á deild 05540-9951, til að kaupa jólaskreytingar í Ísafjarðarbæ, í stað þess að fjármunirnir falli niður ónotaðir á árinu 2023, þar sem ekki varð af útnefningu bæjarlistamanns. Ekki er þörf á viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með vísan til verklagsreglna um lágmarksfjárhæð.

Fundargerðir til kynningar

8. Bæjarráð - 1262 - 2311003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1262. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. nóvember 2023.
Fundargerðin er í 14 liðum.

9. Fræðslunefnd - 459 - 2310012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.

10. Hafnarstjórn - 245 - 2310026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 1. nóvember 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

11. Menningarmálanefnd - 170 - 2311004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 170. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.

12. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 619 - 2311002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 619. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023.
Fundargerðin er í 14 liðum.

13. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139 - 2311005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 139. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. nóvember 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.