516. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 516. fundar fimmtudaginn 1. júní. Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022110060
Bæjarstjóri leggur fram til síðari umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2022.

2. Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Tillaga frá 609. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

3. Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar -Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Tillaga frá 609. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. maí 2023, um að bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga 123/2010.

4. Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Tillaga frá 1242. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða.

5. Fjallskil 2023 - 2023050112
Tillaga frá 16. fundi fjallskilanefndar, sem haldinn var 17. maí 2023, um að bæjarstjórn tilnefni leitarstjóra á svæði 3 í Mýrarhreppi hinum forna, frá Fjallaskaga að Alviðru, sbr. 8. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur, nr. 716/2012.

6. Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009
Tillaga frá 1242. fundi bæjarráðs, sem haldinn var þann 30. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 1.310.000.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 0, og er því rekstrarafgangur óbreyttur kr. 77.447.394. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 1.310.000 og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 250.946.302 í kr. 249.636.302.

7. Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038
Tillaga frá 1242. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0, eða óbreytt afkoma kr. 77.447.394.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 eða óbreytt afkoma kr. 249.636.302.

8. Tungubraut 10 til 16. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023050127
Tillaga frá 1241. fundi bæjarráðs, frá 22. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 í Skutulsfirði, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022. Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

9. Eyrargata 11 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda. - 2023050168
Tillaga frá 1242. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Eyrargötu 11 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022. Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

10. Aðalgata 17 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023050170
Tillaga frá 1242. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Aðalgötu 17 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022. Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

11. Aðalgata 19 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023050169
Tillaga frá 1242. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Aðalgötu 19 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022. Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

Fundargerðir til kynningar

12. Bæjarráð - 1240 - 2305005F
Fundargerð 1242. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 30. maí 2023.
Fundargerðin er í 16 liðum.

13. Bæjarráð - 1241 - 2305016F
Fundargerð 1242. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 30. maí 2023.
Fundargerðin er í 16 liðum.

14. Bæjarráð - 1242 - 2305023F
Fundargerð 1242. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 30. maí 2023.
Fundargerðin er í 16 liðum.

15. Fjallskilanefnd - 16 - 2305013F
Fundargerð 16. fundar fjallskilanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 17. maí 2023.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

16. Fræðslunefnd - 453 - 2305018F
Fundargerð 453. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 25. maí 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.

17. Íþrótta- og tómstundanefnd - 241 - 2305012F
Fundargerð 241. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 17. maí 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.

18. Menningarmálanefnd - 168 - 2305019F
Fundargerð 168. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 24. maí 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.

19. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 609 - 2305015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 609. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. maí 2023.
Fundargerðin er í níu liðum.