515. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 515. fundar síns þriðjudaginn 16. maí kl. 17. Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn.

Fundinum er streymt í spilaranum neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022110060
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2022.

2. Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Tillaga frá 608. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. maí 2023, um að bæjarstjórn heimili kynningarferli og og að auglýsa skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Ísafjarðar, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin mun fara í birtingu í Skipulagsgátt.

3. Tungubraut 10 til 16. Umsókn um byggingarlóð undir raðhús - 2023050061
Tillaga frá 608. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta Tvísteinum ehf. lóðirnar við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundargerðir til kynningar

4. Bæjarráð - 1239 - 2304011F
Fundargerð 1239. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 2. maí 2023.
Fundargerðin er í 20 liðum.

5. Hafnarstjórn - 241 - 2305004F
Fundargerð 241. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. maí 2023.
Fundargerðin er í tíu liðum.

6. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 608 - 2305001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 608. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. maí 2023.
Fundargerðin er í níu liðum.

7. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132 - 2305006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 132. fundar umhverfis-og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. maí 2023.
Fundargerð er í sex liðum.

8. Velferðarnefnd - 470 - 2305007F
Fundargerð 470. fundar velferðarnefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 11. maí 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.