514. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn kemur saman til 514. fundar fimmtudaginn 4. maí. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er sendur út í beinu streymi á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar og í spilaranum neðst á þessari síðu.

Dagskrá

Almenn mál

1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091
Tillaga frá 1238. fundi bæjarráðs frá 17. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar. Viðaukinn er vegna framkvæmda eignasjóðs og áhrif hans á fjárhagsáætlun eru kr. 0.

2. Vallargata 25, Þingeyri - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023040004
Tillaga frá 1238. fundi bæjarráðs frá 17. apríl 2023, um að samþykkja að veita 100% afslátt af gatnagerðargjöldum vegna byggingar íbúðarhúss við Vallargötu 25, Þingeyri, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjald, um sérstaka lækkunarheimild, en bæjarráð telur byggingu fasteignar á Þingeyri vera á svæði sem hefur sætt lítilli ásókn undanfarin ár til uppbyggingar, auk þess sem Þingeyri hefur verið undir merkjum Brothættra byggða undanfarin ár. Jafnframt er um að ræða íbúðarhúsnæði og lóðin við þegar tilbúna götu á Þingeyri.

Fundargerðir til kynningar

3. Bæjarráð - 1238 - 2304005F
Fundargerð 1238. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 17. apríl 2023.
Fundargerðin er í 16 liðum.

4. Fræðslunefnd - 452 - 2304012F
Fundargerð 452. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. apríl 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.

5. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 607 - 2304007F
Fundargerð 607. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 26. apríl 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

6. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 131 - 2304008F
Fundargerð 131. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 19. apríl 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.