507. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 507. fundar fimmtudaginn 19. janúar 2023, kl. 17. Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Bein útsending af fundi er í spilaranum hér fyrir neðan og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - 2022100001
Tillaga frá 1226. fundi bæjarráðs, þann 16. janúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki erindi formanns stjórnar Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hese. um hækkun stofnframlags, með hliðsjón af endurmati HMS á stofnvirði 40 íbúa nemendagarða á Ísafirði, en nýtt stofnvirði er kr. 971.439.041, og endurreiknað 12% stofnframlag Ísafjarðarbæjar yrði þannig kr. 116.572.685, eða hækkun um kr. 23.174.138.

2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091
Tillaga frá 1226. fundi bæjarráðs, þann 16. janúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 um endurmat stofnframlags Ísafjarðarbæjar til byggingar 40 íbúða nemendagarða á Ísafirði, með hliðsjón af samþykkt í máli nr. 1 á fundinum. Viðaukinn tekur jafnframt á því að útgreiðsla fyrri helmings stofnframlags fór ekki fram á árinu 2022, eins og áætlað var, auk tekjufærslu gatnagerðargjalda, heldur munu þessar bókhaldsfærslur fara fram á árinu 2023.

3. Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Tillaga frá 600. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. janúar 2023, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

4. Hafnarstræti 15 - Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu - 2022090131
Tillaga frá 600. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. janúar 2023, um að bæjarstjórn heimili að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri, Hafnarstræti 15 og 17 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

5. Aðalgata 17 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir tvíbýlishús - 2023010071
Tillaga frá 600. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. janúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 17 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

6. Aðalgata 19 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir tvíbýlishús - 2023010070
Tillaga frá 600. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 12. janúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 19 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 1225 - 2301004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1225. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 9. janúar 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.

8. Bæjarráð - 1226 - 2301008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1226. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 16. janúar 2023.
Fundargerðin er í átta liðum.

9. Hafnarstjórn - 237 - 2301006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 13. janúar 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 600 - 2212025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 600. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. janúar 2023.
Fundargerðin er í níu liðum.