503. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 503. fundar síns fimmtudaginn 1. desember kl. 17. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Hlekkur á streymi frá fundinum er fyrir neðan fundardagskrá en einnig er hægt að fylgjast með á YouTube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Tillaga frá 236. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 16. nóvember 2022, sbr. breytingatillaga frá 1220. fundi bæjarráðs, þann 21. nóvember 2022, um að bæjarstjórn samþykki breytta gjaldskrá sundlauga og skíðasvæða Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023, þannig að börn upp að 18 ára aldri greiði ekki fyrir aðgang í sund, og að árskort barna frá 6-18 ára á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar verði með 50% afslætti af verði fullorðinskorta.

2. Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009
Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2023, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.

3. Heildræn árangursstjórnun í fjármálum - 2022060019
Tillaga frá 1221. fundi bæjarráðs, frá 28. nóvember 2022, um að bæjarstjórn samþykki fjárhagsleg markmið Ísafjarðarbæjar.

4. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056
Tillaga frá 236. fundi bæjarráðs, sem fram fór 21. nóvember 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar skv. fjárhagsáætlun ársins 2022 er kr 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 3.896.026,- og lækkar rekstrarhalli því úr kr. 381.285.073,- í kr. 377.389.047,-
Áhrif viðaukans á samantekna A og B hluta er kr. 0,- og er rekstrarhalla því óbreyttur í kr. 149.782.044.

5. Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar desember 2022 - 2022110122
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, en um er að ræða breytingar á xx., xx. og xx. gr. samþykktarinnar.

6. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 2022 - 2022110123
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Ísafjarðarbæ.

7. Framtíð og rekstur Studio Dan - 2022100116
Tillaga frá 1221. fundi bæjarráðs, frá 28. nóvember 2022, um að bæjarstjórn samþykki kaupsamning við Studio Dan ehf. um kaup eignasjóðs á tækjum og búnaði í eigu félagsins, auk þess að samþykkja undirritun yfirlýsingar um slit eignalauss félags til RSK.

8. Byggðasafn Vestfjarða - leigusamningur Neðsta kaupstaðar 2022 - 2022110094
Tillaga frá 1221. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 28. nóvember 2022, um að bæjarstjórn samþykki húsaleigusamning Ísafjarðarbæjar við Byggðasafn Vestfjarða, en um er að ræða leigu fasteigna Ísafjarðarbæjar í Neðstakaupstað til 30 ára.

9. Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar - 2022110096
Tillaga frá 1221. fundi bæjarráðs, frá 28. nóvember 2022, um að bæjarstjórn samþykki kjarasamningsumboð Ísafjarðarbæjar og samkomulag um afhendingu launaupplýsinga til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10. Fjarðarstræti 20. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi eyrarinnar - 2022020084
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn staðfesti tillögu KOA arkitekta ehf., dags. 22. nóvember 2022, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar á Ísafirði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010.

11. Ósk um deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun - 2022110032
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn heimili að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Mjólkárvirkjun í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12. Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13. Samningur við foreldrafélag skíðabarna - 2020100052
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar undir skíðaskálann, Tungudal 3 á Ísafirði.

14. Aðalgata 37 - umsókn um lóðarleigusamning - 2022100041
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 37, Suðureyri.

15. Hlíðarvegur 14 á Suðureyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022100050
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarveg 14 á Suðureyri í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

16. Hreggnasi 10, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022110036
Tillaga frá 597. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 24. nóvember 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hreggnasa 10 í Hnífsdal samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Fundargerðir til kynningar

17. Bæjarráð - 1221 - 2211020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1221. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 28. nóvember 2022.
Fundargerðin er í 13 liðum.

18. Bæjarráð - 1220 - 2211015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1220. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 21. nóvember 2022.
Fundargerðin er í 17 liðum.

19. Íþrótta- og tómstundanefnd - 236 - 2211011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 16. nóvember 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

20. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 597 - 2211018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 597. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. nóvember 2022.
Fundargerðin er í ellefu liðum.